Tvær skýrslur RHA um sauðfjárbúskap komnar út 2015

Nýverið skilaði RHA af sér skýrslu um markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Er gerð skýrslunnar hluti af undirbúningsvinnu fyrir fyrir gerð nýs sauðfjárræktarsamnings. Fjallað var m.a. um þróun markaða sauðfjárafurða, opinber markmið með stuðningi við sauðfjárbúskap og framtíð hans. Höfundar eru Vífill Karlsson, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Hjalti Jóhannesson og Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir.

Fyrr á árinu höfðu Hjalti og Jón skrifað skýrslu um samfélagslega þýðingu sauðfjárbúskapar.