Skýrsla um ráðstöfun aflamarks og áhrif þess á byggðafestu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fól á síðasta ári RHA að leggja sérstakt mat á byggðafestuáhrif hinna einstöku aðgerða vegna byggða- og atvinnumála í fiskveiðistjórnarkerfinu og jafnframt hvort einhverjar aðrar leiðir væru hentugri til að tryggja byggðafestuna. Þær aðgerðir sem hér um ræðir eru línuívilnun, almenni byggðakvótinn, byggðakvóti Byggðastofnunar, rækju- og skelbætur og strandveiðar. Í daglegu tali hafa þetta verið kallaðir pottar kvótakerfisins. Gagnasafn yfir allar hafnir á landinu á tímabilinu 2004-2014 var lagt til grundvallar niðurstöðunum. Skýrslan var unnin af Vífli Karlssyni, dósent við viðskiptadeild HA og Hjalta Jóhannessyni hjá RHA.