Tveir nýir starfsmenn á RHA

Þann 1. september hófu þær Anna Soffía Víkingsdóttir og Sædís Gunnarsdóttir störf á RHA.

Anna Soffía er með meistaragráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands (HÍ) og hefur unnið sem aðstoðarmaður við rannsóknir í HÍ undanfarin ár. Hún starfar einnig sem júdó þjálfari og er margfaldur Íslandsmeistari í júdó auk þess að hafa unnið til Norðurlandameistaratitla.

Sædís er með MA próf í fornleifafræði frá Háskólanum í Leicester og hefur síðustu ár unnið sem verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ. Hún mun taka við starfi Ólínu Freysteinsdóttur sem verkefnastjóri stjórnsýslu rannsókna.

Við bjóðum þær Sædísi og Önnu Soffíu velkomnar til starfa.