Valmynd Leit

Ţjóđlög Finnlands og Íslands međ Ilona (fi), Báru & Chris (ís)

Hvenćr: á föstudag kl. 10:00 - 12:00
Where: Í Háskólanum á Akureyri

Tvö ólík tungumál og tvćr ólíkar sönghefđir. Hver er munurinn? Hvađ er sameiginlegt? 
Viđ munum segja frá og kynna sönghefđir Finnlands og Íslands; runo-söngva frá Finnlandi og íslenska tvísöngva og kvćđalög. Viđ munum kenna eftir eyranu og nota mestan hluta tímans í ađ syngja saman.

Ţátttakendur ţurfa ekki ađ ţekkja ţessar sönghefđir, bara ađ vilja syngja. Ţađ er góđ hugmynd ađ koma međ upptökutćki á námskeiđiđ og taka upp söngvana. 

Ilona Korhonen

Ilona Korhonen er sannur ţjóđlaga söngvari  en tekur samt ţátt í mörgum tónlistarstílum, fyrst og fremst sem söngkona. Hún hefur lagt fyrir sig mörg störf sem snúa ađ tónlistariđkun, s.s. tónsmíđar, samsöng, útgáfu, söng, kennslu, rannsóknir og ráđgjöf.

Funi

Bára Grímsdóttir og Chris Foster eru dúettinn Funi.

Bára Grímsdóttir söngkona og tónskáld hefur um langt árabil veriđ flytjandi íslenskra ţjóđlaga og kvćđalaga. Hún ólst upp viđ kveđskap og söng foreldra sinna og afa og ömmu í Grímstungu í Vatnsdal. Ţegar fjölskyldan flutti suđur til Reykjavíkur gerđust foreldrar hennar félagar í Kvćđamannafélaginu Iđunni og fór Bára jafnan međ ţeim á fundi og í sumarferđir félagsins. Bára er nú varaformađur kvćđamannafélagsins Iđunnar.  

Chris Foster ólst upp í Somerset á suđvestur Englandi. Ţar heyrđi hann fyrst ensk ţjóđlög sungin og leikin og ţar hóf hann tónlistarferil sinn. Hann hefur í ţrjá áratugi komiđ fram á tónleikum víđa á Bretlandseyjum, Evrópu og Norđur Ameríku og skapađ sér sess sem frábćr flytjandi enskrar ţjóđlagatónlistar. Međ sínum sérstaka stíl flytur hann söngva sína um svo ólík efni sem rómantík, galdra, morđ, áfengi, ástina, hjúskaparbrot og klćđskiptinga. Hvert lag er sérstök saga. Chris er fćr gítarleikari sem galdrar fram nćmar og smekklegar gítarútsetningar sem falla vel ađ lögunum sem hann syngur án ţess ađ ofskreyta ţau. 


Hvađ?

Hvar?

Hvenćr?

Erfđir til framtíđar

Akureyri

20. - 23. ágúst 2014

Mailing List

Follow us or Share