Helstu yfirstandandi verkefni

Jafnlaunagreining fyrir Akureyrarbæ.

Kannanir opinberu háskólanna.

Hluti af viðhorfskönnunum sem fara reglulega fram meðal núverandi og útskrifaðra nemenda við opinberu háskólana.

Margrétarverkefnið - mönnun lækna á landsbyggðinni.

Rannsókn unnin fyrir heilbrigðisstofnanir landsbyggðarinnar með það markmið að kortleggja stöðuna á minni stöðum á landsbyggðinni varðandi mönnun lækna. Tekin eru viðtöl við lækna sem starfað hafa á landsbyggðinni og einnig send út  könnun á netfangalista félags íslenskra lækna. Tillögur að úrbótum verða gerðar í þeim tilgangi að bæta stöðuna á landsbyggðinni.

Working class women.

RHA starfar með rannsóknarhóp innan HA og HÍ. Rannsóknin miðar að því að skoða stöðu íslenskra kvenna og þá sérstaklega láglaunkvenna. Rannsaka áhrif þess á líkamlega og andlega heilsu. Í fyrsta hluta var símakönnun lögð fyrir úrtak úr þjóðskrá og Eflingu. Í öðrum hluta eru tekin viðtöl við konur í láglaunastörfum. Fyrri hluta er lokið og seinni hluti hefst fljótlega.

Electric aviation and the effects on the Nordic regions.

Við eigum um þessar mundir í samstarfi við Nordregio í verkefninu Electric aviation and the effects on the Nordic regions sem greinir áhrif rafflugs á svæðisbundna þróun á Norðurlöndum. Verkefnið hófst í maí 2022 og er áætlað að því ljúki í desember 2024.

Könnun fyrir Vestfjarðarstofu.

Könnun fyrir Vestfjarðarstofu til þess að mæla viðhorf vestfirðinga til fiskeldis annars vegar og samgangna hins vegar. Samskonar rannsókn var framkvæmd árið 2020.

Verkefni í þágu Háskólans á Akureyri.

Á hverjum tíma er RHA þátttakandi í ýmsum smærri verkefnum fyrir hönd Háskólans á Akureyri, s.s. á sviði byggðaþróunar og norðurslóðamála. Þá sinnir RHA umsýslu rannsóknasjóða og nefnda á sviði rannsókna fyrir HA.

Þjónusta við starfsmenn Háskólans á Akureyri.

Sérfræðingar RHA sinna reglubundið aðstoð við akademíska starfsmenn Háskólans á Akureyri í tengslum við skipulagningu rannsókna og umsóknir um rannsóknastyrki auk sérfræðiaðstoðar við gagnaöflun og greiningu rannsóknagagna. Þá sinnir RHA aðstoð við framkvæmd og skipulagningu ráðstefna sem haldnar eru innan HA, oftast í samstarfi akademíska starfsmenn háskólans.