Breytingar á yfirstjórn RHA

Um næstu áramót verða breytingar á yfirstjórn RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Ögmundur Knútsson sem hefur tímabundið gegnt starfi forstöðumanns mun hverfa til starfa við Viðskipta- og raunvísindadeild HA og við starfi forstöðumanns í hans stað tekur Jón Ingi Benediktsson sem er nú forstöðumaður Matvælaseturs HA.Um næstu áramót verða breytingar á yfirstjórn RHA, Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Ögmundur Knútsson sem hefur tímabundið gegnt starfi forstöðumanns mun hverfa til starfa við Viðskipta- og raunvísindadeild HA og við starfi forstöðumanns í hans stað tekur Jón Ingi Benediktsson sem er nú forstöðumaður Matvælaseturs HA. Jón Ingi Benediktsson er með BS próf í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient. próf í lífeðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Jón Ingi hefur starfað sem forstöðumaður Matvælaseturs HA frá því í apríl 2005 en starfaði þar á undan í tæp fimm ár sem framkvæmdastjóri Líftæknisjóðsins hf og í tæp tíu ár sem sölu og markasstjóri hjá Pharmaco hf. Starfsemi RHA mun haldast óbreytt en samfara stjórnsýslubreytingum innan háskólans sl. sumar fluttist m.a. rannsóknasvið skólans undir RHA og sinnir nú miðstöðin öllum þeim þáttum er lúta að stjórnsýslu, umsjón, þjónustu og ráðgjöf við rannsóknir í HA. Hlutverk RHA er því víðtækt og snýr m.a. að því að efla rannsóknastarfsemi við Háskólann á Akureyri sem og styrkja tengsl háskólans við atvinnulífið.