Ráðstefnuerindi aðgengileg á Vefnum

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) stóð fyrir fjölþjóðlegri ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál á Akureyri dagana 22.-25. september. Á ráðstefnunni fluttu yfir 30 þátttakendur, frá sjö þjóðlöndum, erindi eða kynningar á öðru formi. Ráðstefna þessi var haldin í samvinnu við félagsskap er nefnist the Nordic-Scottish university network for rural and regional development, en HA á aðild að þeim félagsskap.

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) stóð fyrir fjölþjóðlegri ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál á Akureyri dagana 22.-25. september. Á ráðstefnunni fluttu yfir 30 þátttakendur, frá sjö þjóðlöndum, erindi eða kynningar á öðru formi. Ráðstefna þessi var haldin í samvinnu við félagsskap er nefnist the Nordic-Scottish university network for rural and regional development, en HA á aðild að þeim félagsskap.
Að mati skipuleggjenda ráðstefnunnar heppnaðist hún í alla staði vel. Bætt hefur verið við nýrri undirsíðu á heimasíðu ráðstefnunnar (http://vefir.unak.is/nsun2005/proceedings.htm). Síða þessi inniheldur útdrætti úr erindum sem og glærur sem fyrirlesarar kynntu á ráðstefnunni. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér innihald vefsíðunnar.