Blöndulína 3, rannsókn á áhrifum á samfélag og ferðaþjónustu.
Hlutarannsókn sem er unnin fyrir Landsnet í tengslum við mat á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3.
Borgarhlutverk Akureyrar.
Rannsókn unnin fyrir tilstyrk sóknaráætlunar Norðurlands eystra.
ESPON TNO - Transnational Outreach Support.
Verkefni unnið undir hatti ESPON byggðarannsóknaáætlunar ESB í samstarfi við University of Gent og fleiri. Samstarfsaðili innan HA er Grétar Þór Eyþórsson, prófessor
Jafnlaunagreining fyrir Akureyrarbæ.
Kannanir opinberu háskólanna.
Hluti af viðhorfskönnunum sem fara reglulega fram meðal núverandi og útskrifaðra nemenda við opinberu háskólana.
Mönnun sveitarstjórna.
Verkefnið er unnið fyrir styrk frá Byggðarannsóknasjóði og miðar að því að varpa skýrara ljósi á mönnun sveitarstjórna í þeim sveitarfélögum þar sem óhlutbundin kosning fer fram.
Verkefni í þágu Háskólans á Akureyri.
Á hverjum tíma er RHA þátttakandi í ýmsum smærri verkefnum fyrir hönd Háskólans á Akureyri, s.s. á sviði byggðaþróunar og norðurslóðamála. Þá sinnir RHA umsýslu rannsóknasjóða og nefnda á sviði rannsókna fyrir HA.
Þjónusta við starfsmenn Háskólans á Akureyri.
Sérfræðingar RHA sinna reglubundið aðstoð við akademíska starfsmenn Háskólans á Akureyri í tengslum við skipulagningu rannsókna og umsóknir um rannsóknastyrki auk sérfræðiaðstoðar við gagnaöflun og greiningu rannsóknagagna. Þá sinnir RHA aðstoð við framkvæmd og skipulagningu ráðstefna sem haldnar eru innan HA, oftast í samstarfi akademíska starfsmenn háskólans.