Akureyrarvaka:Rauntíma skoðanakönnun RHA

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri - RHA stóð fyrir rauntíma skoðanakönnun um áhugamál ungmenna í Vísindasetri í Rósenborg  á Akureyrarvöku.  Um 85 ungmenni á aldrinum 6.–14. ára svöruðu könnuninni. Þar voru þau meðal annars spurð hvað þeim finnst skemmtilegast að gera í frítíma sínum. Í ljós kom að flestum finnst skemmtilegast að leika sér úti eða einn af hverjum þremur sögðu það vera skemmtilegast. Svipaður fjöldi töldu íþróttir vera skemmtilegustu afþreyinguna. Innivera eins og spila tölvuleiki og vera í símanum virðast ekki vera eins vinsælar frístundir hjá þessum hópi.

Einnig voru ungmennin spurð út í leikinn Pókémon Go en vinsældir hans breiðast hratt út þessa dagana víðsvegar um heiminn. Þá kom í ljós að rúmur helmingur þeirra barna sem tóku þátt í könnuninni sögðust spila Pókémon Go leikinn og vinsælasti Pókémoninn er Charmander en um 27 % barna höfðu valið hann.