Borgarhlutverk Akureyrar

RHA hefur hlotið styrk frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE) til að vinna áhersluverkefni fyrir árið 2020. Verkefnið nefnist Borgarhlutverk Akureyrar og verður unnið á þessu ári. Meginmarkmið verkefnisins er að móta borgarstefnu fyrir Akureyri og skilgreina svæðisbundið hlutverk staðarins sem stærsta þéttbýlis utan höfuðborgarsvæðisins.

Við mótun borgarstefnu er nauðsynlegt að skoða þær leiðir sem aðrar þjóðir hafa farið og kynna sér vel heppnaðar byggðaaðgerðir sem mikil reynsla er komin á. Þá er mikilvægt að líta til rannsókna og aðgerða s.s. þeirra sem varða virk borgasvæði (functional urban areas) og rýna í þá þætti sem  renna styrkari stoðum undir slík svæði. Stofnaðir verða verkefnahópar um eflingu Akureyrar en RHA verður framkvæmdaraðili, fer með verkstjórn og vinnur lokaafurðina.