Þær breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi RHA að Sigrún Vésteinsdóttir verkefnisstjóri hefur hafið störf að nýju eftir fæðingarorlof. Hjalti Jóhannesson mun koma til starfa eftir helgina eftir afleysingu sem sveitastjóri í Hörgárbyggð. Halla Hafbergsdóttir hóf störf sl. vor og mun leysa Hjördísi Sigursteinsdóttur sérfræðing af sem nú er í leyfi.
Halla er viðskiptafræðingur að mennt og lauk í vor meistaragráðu í Náttúrutengdri ferðaþjónustu frá Universitetet for miljø- og biovitenskap í Noregi. Hún hefur meðal annars starfað sem verkefnisstjóri, skrifstofustjóri og verslunarstjóri.
Þá hefur Marta Einarsdóttir verið ráðinn til starfa hjá RHA. Marta hefur nýlokið doktorsprófi frá East Anglia háskólanum í Bretlandi á sviði menntavísinda með áherslu á kynjafræði og þróunarfræði. Hún lauk meistaraprófi frá sama háskóla í þróunarfræði með áherslu á kynjafræði. Þar áður lauk hún kennaraprófi frá Det Nødvendige Seminarium í Danmörku, diplómanámi í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og BA prófi í sálarfræði frá sama skóla. Hún hefur áður starfað sem verkefnisstjóri félagslegra verkefna í Mósambík fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands, sem grunnskólakennari og við sölu- og skrifstofustörf.