Könnun á sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Út er komin skýrslan Könnun á sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.  Skýrslan er unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).  Í skýslunni er greint frá helstu niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa sveitarfélaganna innan SSNV ásamt íbúum Bæjarhrepps um afstöðu þeirra til hugsanlegrar sameiningar og upplifun á þjónustu sveitarfélaganna.  Skýrslan var kynnt á aðalfundi SSNV að Reykjum í Hrútafirði þann 26. ágúst sl.  Skýrsluna er hægt að nálgast hér.