Ný skýrsla um áhrif af styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og völdum ríkisstofnunum

Arnar Þór Jóhannesson sérfræðingur hjá RHA kynnti nýverið skýrslu sem hann vann ásamt Önnu Soffíu Víkingsdóttur fyrir Reykjavíkurborg og BSRB um áhrif af tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Í skýrslunni kemur fram að að stytting vinnuvikunnar hafi auðveldað þátttakendum að samræma vinnu og einkalíf og minnkað það álag sem er á heimilinu. Karlarnir töldu sig taka meiri þátt og axla meiri ábyrgð á heimilisstörfum en hún var svipuð hjá konum. Vistunartími barna styttist og gæðastundir með fjölskyldu jukust. Þar er ennfremur dregið fram að samskipti við bæði vinnufélaga og fjölskyldu eru betri og létt hefur á heimilunum eftir að vinnuvikan var stytt.

Ekki er síður áhugavert að þátttakendur í tilraunaverkefnunum upplifðu almennt bætta líkamlega og andlega heilsu og meiri orku, sem nýtist bæði í vinnu og utan hennar. Þá eykst starfsánægja. Skýrsluna má nálgast hér og hér má finna viðtal við Arnar úr þættinum Samfélagið á Rás 1.

Nemendaverkefni um sama efni má nálgast hér og hér.