Samfélagshlutverk háskóla

Í gær var send út netkönnun til akademískra starfsmanna háskólanna og sérfræðinga við rannsóknir. Könnunin er liður í rannsókn á samfélagslegu hlutverki háskóla sem er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands en í kjölfar auglýsingar samþykkti Rannsóknarstofa um háskóla að fela Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA og Miðstöð skóla­þróunar HA að annast rannsóknina. Myndað var rannsóknarteymi sjö manns og áhersla lögð á að bakgrunnur þátt­takenda væri sem fjölbreyttastur.