Spyrlar óskast við RHA

RHA óskar að ráða spyrla til starfa í tímabundið verkefni nú í ágúst og september. Vinnutími er kl. 17-21:30 virka daga, 12-16 á laugardögum og 13-17 á sunnudögum.

Gerð er krafa um að umsækjandi tali góða og skýra íslensku, hafi frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi, sé stundvís og sjálfstæður í vinnubrögðum. Reynsla af úthringingum er mikill kostur.

Þeir sem hafa áhuga og geta byrjað strax vinsamlegast sendið inn umsókn í tölvupósti. Frekari upplýsingar veitir Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður RHA í síma 899 3966.