Tækniþróunarsjóður - kynning á breyttu umsóknarferli og styrkjaflokkum 24. ágúst

Styrkjaflokkar Tækniþróunarsjóðs breyttust talsvert nýlega, svo og umsóknarferli sjóðsins. Rannís mun standa fyrir kynningu á þessum breytingum í Rannsóknahúsinu Borgum við Háskólann á Akureyri, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13-14.

Næsti umsóknarfrestur er 15. september og því gefst einnig gott tækifæri til að hitta starfsmenn sjóðsins og ráðfæra sig beint við þá.