Tveir nýir starfsmenn á RHA

Tveir nýir starfsmenn bættust í rannsóknateymið okkar núna í ágúst.  Þetta eru þau Arnar Þór Jóhannesson, MS í stjórnmálafræði og Guðlaug Þóra Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur og MS í mannauðsstjórnun. Ráðning Guðlaugar og Arnars styrkir sérfræðingateymið okkar og gerir RHA kleift að bjóða viðskiptavinum sínum enn betri og fjölbreyttari þjónustu. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa.