Tveir rannsóknastyrkir; atvinnusókn kynjanna og samþætting fjölskyldulífs og atvinnu

Sérfræðingar RHA eiga aðild að tveimur rannsóknarverkefnum sem hlutu í dag styrki úr Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri. Annars vegar er um að ræða 1 mkr. styrk til verkefnis sem Andrea Hjálmsdóttir, lektor og dr. Marta Einarsdóttir, sérfræðingur RHA fengu til þess að rannsaka samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu. Hins vegar er um að ræða 700 þ. kr. styrk sem Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur RHA, Andrea Hjálmsdóttir, lektor og Kjartan Ólafsson, lektor fengu til að rannsaka mismunandi notkun kynjanna á samgöngum til að sækja sér atvinnu um lengri veg. Verður svæði austan Vaðlaheiðar vettvangur þeirrar rannsóknar.