Samfélags- og byggðarannsóknir

Kröflulína 3 (nýja byggðalínan) til vinstri og gamla byggðalínan til hægri. Mynd tekin 2020RHA sinnir fjölbreyttum rannsóknum um þróun samfélaga og byggða, nánar titekið:

Málefni sveitarfélaga og stoðstofnana – Rannsóknir og ráðgjöf við sameiningu sveitarfélaga, stjórnkerfisbreytingar, sameiningu stofnana og skipulagsmál. Úttektir á núverandi fyrirkomulagi og tillögur til úrbóta.

Samfélagsmat og mat á umhverfisáhrifum – Samfélagsleg áhrif framkvæmda, bæði sem sjálfstæðar rannsóknir og sem hluti af mati á umhverfisáhrifum, einkum samgönguframkvæmdir, virkjanir og iðnaður. Þátttaka í mati á umhverfisáhrifum, mótun verkefna, verkefnastjórnun og vinnsla sérfræðiskýrslna.

Búsetuskilyrði - Fjölbreyttar rannsóknir og ráðgjöf; búsetuskilyrði og búsetuóskir, þjónustusókn og aðgengi að þjónustu, atvinnusókn.

Atvinnuvegir og byggðaþróun – Rannsóknir er varða þróun atvinnuveganna, einkum landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta og tengsl þeirra við þróun byggðar og samfélags.

Sjá dæmi um útgefið efni á þessu sviði (flokkað eftir ártali)