Um okkur

RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri er sjálfstæð eining innan Háskólans á Akureyri (HA) og hefur verið starfandi frá árinu 1992. Hlutverk okkar hefur frá upphafi verið að:

  • Efla rannsóknir við HA
  • Gefa út og kynna niðurstöður rannsókna við HA
  • Styrkja tengsl HA við atvinnulífið
  • Hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaaðila
  • Veita upplýsingar og ráðgjöf
  • Standa fyrir námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefnum
  • Stunda þjónusturannsóknir

Starfsfólk RHA er vel menntað á margvíslegum sviðum og þar af leiðandi getum við tekið að okkur fjölbreytt verkefni. Gott aðgengi er að akademískum starfsmönnum HA sem eykur mjög getu okkar á ólíkum fagsviðum. Viðskiptavinir okkar og samstarfsaðilar eru fjölbreytilegur hópur og hefur tekið breytingum eftir því hvar rannsóknaáherslur eru og þörf fyrir rannsóknir á hverjum tíma. Afrakstur rannsókna RHA er almennt aðgengilegur á vefsíðu miðstöðvarinnar í rafrænu formi (flokkað eftir árum).

Stjórnsýsla rannsókna er afmörkuð deild innan RHA sem sinnir tilteknum verkefnum fyrir Háskólann hvað varðar umsýslu um rannsóknasjóði, framgangsmál akademískra starfsmanna, rannsóknavirkni þeirra, rannsóknamisseri og fleira.

Við leitumst við að aðlaga okkur að þörfum Háskólans á Akureyri og samfélagsins í víðum skilningi. Við erum opin fyrir hvers kyns samstarfi og leitum leiða til að greiða götu þeirra sem hafa hug á að nýta þjónustu okkar á sviði rannsókna. Hafa má samband á rha@unak.is í s. 460-8900 eða beint til einstakra starfsmanna.