Jafnlaunagreiningar

RHA gerir jafnlaunagreiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og bæjarfélög.

Jafnlaunagreining er ítarleg úttekt á launum starfsfólks og er tilgangurinn að greina hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.

Greiningin er framkvæmd með rauntölum frá viðkomandi vinnuveitanda og eru heildar- og dagvinnulaun skoðuð út frá áhrifaþáttum eins og starfi, starfshlutfalli, aldri, starfsaldri, menntun og yfirvinnu.

Einnig getur RHA aðstoðað við jafnlaunastaðfestingu svo sem við gerð jafnréttisáætlana, jafnlaunastefnu og starfaflokkun.