Samstarf

RHA tekur þátt í innlendu og alþjóðlegu samstarfi sem er breytilegt á hverjum tíma.

RHA fyrir hönd Háskólans á Akureyri er með tengilið ESPON á Íslandi en ESPON (European Observation Network on Territorial Development and Cohesion) er ein af svæða- eða byggðatengdu aðgerðaáætlunum Evrópusambandsins, Interreg III C-áætlunin sem er fjármögnuð af Byggðaþróunarsjóði ESB og aðildarlöndunum. ESPON-rannsóknir hafa haft áhrif á stefnumótun ESB í byggðamálum.

RHA hefur lengi starfað með og fyrir Rannsóknaþing Norðursins, e. Northern Research Forum (NRF) sem er samstarfsvettvangur Háskólans á Akureyri fyrir málefni norðurslóða.

RHA á í samstarfi við Nordregio sem er leiðandi samnorræn rannsóknastofnun á sviðum svæðisbundinnar þróunar, stefnu og útfærslum. Hún er á forræði norrænu ráðherranefndarinnar með aðsetur í Stokkhólmi. Stofnunin er opinber rannsóknararmur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat).

RHA hefur átt í löngu og farsælu samstarfi við Rannsóknamiðstöð Ferðamála (RMF) sem er einnig með aðsetur í Borgum á svæði Háskólans á Akureyri. RHA hefur tekið þátt í fjölbreyttum rannsóknarverkefnum á sviði ferðamála í samstarfi við RMF.