Jafnréttisúttekt á íþrótta- og æskulýðsstarfi

RHA framkvæmir jafnréttisúttektir á íþrótta- og æskulýðsstarfi fyrir bæjarfélög.

Jafnréttisúttektin felur í sér að kallað er eftir upplýsingum frá fjölbreyttum aðilum, til dæmis deildum íþróttafélaga og æskulýðsstarfi, iðkendum sem eru 18 ára (afrekshópar) eða eldri, og foreldrum.

Jafnrétti er skoðað heildstætt og meðal þátta sem eru metnir eru:

  • Fjöldi æfinga
  • Tímasetning æfinga
  • Æfingaaðstaða
  • Kostnaður
  • Menntun,kyn og laun þjálfara
  • Fjöldi þjálfara
  • Fjöldi leikja/móta
  • Jafnréttisstefna til staðar/unnið eftir henni
  • Siðareglurséu til staðar/unnið eftir þeim
  • Hlutfall kynja innan deilda og félaga sem eru þjálfarar, stjórnarmeðlimir o.fl.
  • Stöðu innflytjenda, fatlaðra og hinsegin iðkenda
  • Sýnileika kynjanna og fjölbreytileika í kynningarefni á vef og samfélagsmiðlum

 

Við lok verks er skýrslu skilað sem varpar ljósi á stöðuna og það sem má bæta í jafnréttismálum í íþrótta- og æskulýðsstarfi bæjarins eftir þörfum. RHA getur jafnframt unnið með sveitarfélögum að aðgerðaáætlun í kjölfar skýrsluskila sé óskað eftir því.

RHA hefur meðal annars unnið úttektir fyrir Akureyrarbæ og Grindavíkurbæ.