Rannsóknir

Lykilhlutverk RHA er að efla rannsóknir við HA, gefa út og kynna niðurstöður rannsókna við HA sem og að hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaaðila.

Rannsóknir RHA eru fjölbreyttar, en starfsfólk RHA er vel menntað á margvíslegum sviðum og auk þess er gott aðgengi að akademískum starfsmönnum HA sem eykur mjög getu okkar á ólíkum fagsviðum. Rannsóknaáherslur og þörf fyrir rannsóknir taka mið af því hvernig samfélagið þróast og breytist á hverjum tíma. Rannsóknirnar eru megindlegar og eigindlegar – kannanir, viðtöl og rýnihópar. 

Hér til hægri má sjá lesa um helstu yfirstandandi verkefni og rannsóknarskýrslur útgefnar af RHA, flokkaður eftir árum og heiti.

Markmið RHA er að niðurstöður rannsókna og greininga séu opnar öllum ef aðstæður leyfa og því er unnt að hlaða flestum skýrslum niður á pdf-formi.