Nordregio

Alþjóðleg samvinna er okkur hugleikin og sem hluti af því höfum við átt í góðu samstarfi við Nordregio.

Nordregio er leiðandi samnorræn rannsóknastofnun sem rannsakar svæðisbundna þróun, stefnur og útfærslur. Hún er á forræði norrænu ráðherranefndarinnar með aðsetur í Stokkhólmi. Stofnunin er opinber rannsóknarhluti Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat).

Electric aviation and the effects on the Nordic regions

Við eigum um þessar mundir í samstarfi við Nordregio í verkefninu Electric aviation and the effects on the Nordic regions sem greinir áhrif rafflugs á svæðisbundna þróun á Norðurlöndum. Verkefnið hófst í maí 2022 og er áætlað að því ljúki í desember 2024.

The SUNREM - Sustainable remote Nordic labour markets

Nordregio er aðal umsækjandi um styrk hjá Nordforsk fyrir rannsóknarverkefni um vinnumarkaði á jaðarsvæðum innan Norðurlandanna og hvernig má búast við að þeir bregðist við svokölluðum „megatrends“ sem eru umfangsmiklar breytingar á borð við hamfarahlýnun og fjórðu iðnbyltinguna. Þessar breytingar munu hafa ólík áhrif á svæði s.s. þau sem byggja á olíuvinnslu í Noregi eða þau sem byggja á vinnslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi. Þá munu störf hverfa og ný verða til s.s. vegna sjálfvirkni í atvinnugreinum á borð við fiskvinnslu. Rannsóknir verða framkvæmdar á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Álandseyjum. RHA er þátttakandi í umsókninni og rannsókn á Íslandi mun beinast að Húsavík og Dalvík þar sem líklegt er að mikilla áhrifa muni gæta.