Út er komin áfangaskýrsla í Rannsókn á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi. Skýrslan
var afhent iðnaðar- og viðskiptaráðherra í árslok 2006.Sú skýrsla sem hér liggur fyrir er fyrri áfangaskýrsla verkefnisins. Kjartan Ólafsson, sérfræðingur hjá RHA – Rannsókna-
og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri var ritstjóri skýrslunnar og jafnframt verkefnisstjóri rannsóknarinnar. Auk hans
rituðu Enok Jóhannsson, Þróunarfélagi Austurlands, Jón Þorvaldur Heiðarsson, RHA, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,
Jafnréttisstofu og Valtýr Sigurbjarnarson, RHA, kafla í skýrsluna. Í skýrslunni er stiklað á stóru um sögu
stóriðjuframkvæmda á Austurlandi og fjallað um almenn áhrif stóriðjuframkvæmda. Þá er fjallað um áhrif framkvæmdanna
á íbúafjölda, efnahag, vinnumarkað, húsnæðismarkað, opinbera grunngerð, sveitarfélög, þjónustu, samfélag og
lífsstíl og ferðaþjónustu.
Árið 2005 komu út tvær skýrslur á vegum rannsóknarinnar og eru þær fyrirliggjandi hér á vef RHA. Annars vegar er um að
ræða
skýrslu um
könnun meðal fólks á Austur- og Norðausturlandi 2004 (Kjartan Ólafsson, 2005) og hins vegar
skýrslu um íbúafjölda og þörf á íbúðarhúsnæði
árið 2008 (Jón Þorvaldur Heiðarsson, 2005).
Skýrslan