Út er kominn skýrslan Verum klár – borðum fisk

Út er kominn skýrslan Verum klár – borðum fisk. Hún inniheldur samantekt á verkefni sem hafði það að markmiði að vekja athygli grunnskólabarna á Akureyri  á hollustu sjávarfangs. Gefið var út plakat og bæklingur  um hollustu sjávarfangs með slagorðinu “Verum klár – borðum fisk”.   Heimilisfræðikennarar voru fengnir til að taka þátt í vettvangsferðum nemenda 6. bekkjar á sjó og  fjalla  um bæklinginn verum klár –borðum fisk í kjölfar ferða. Þannig var  unnið að því að  tengja upplýsingar um hollustu sjávarfangs við jákvæða upplifun nemenda af vettvangsferðinni á Húna II.

Út er kominn skýrslan Verum klár – borðum fisk. Hún inniheldur samantekt á verkefni sem hafði það að markmiði að vekja athygli grunnskólabarna á Akureyri  á hollustu sjávarfangs. Gefið var út plakat og bæklingur  um hollustu sjávarfangs með slagorðinu “Verum klár – borðum fisk”.   Heimilisfræðikennarar voru fengnir til að taka þátt í vettvangsferðum nemenda 6. bekkjar á sjó og  fjalla  um bæklinginn verum klár –borðum fisk í kjölfar ferða. Þannig var  unnið að því að  tengja upplýsingar um hollustu sjávarfangs við jákvæða upplifun nemenda af vettvangsferðinni á Húna II. Nemendur fengu einnig getraun með spurningum upp úr fræðslupésanum afhentan í skólanum til að vinna í heimanámi og skila til kennara síns. Á þann hátt var leitast við að vekja athygli á hollustu sjávarfangs meðal foreldra nemendanna. Í lokin var könnun lögð fyrir nemendur þar sem leitað var eftir viðhorfi þeirra til fræðsluefnisins og vettvangsferðanna.

 

Verkefnið var unnið í samvinnu við Hollvinasamtök Húna II. og Skóladeild Akureyrarbæjar og styrktaraðilar þess voru Matvælasetur Háskólans á Akureyri, Menningarráð Eyþings og Fiskifélag Íslands.