Úttekt á jarðgangakostum á Austurlandi

RHA hefur unnið heildarúttekt á jarðgangakostum á Austurlandi fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).  Niðurstöður þessarar vinnu voru kynntar sveitarstjórnarmönnum á þingi SSA á Reyðarfirði 15. september sl. og er óhætt að segja að þær hafi vakið athygli og kveikt líflega umræðu.RHA hefur unnið heildarúttekt á jarðgangakostum á Austurlandi fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).  Niðurstöður þessarar vinnu voru kynntar sveitarstjórnarmönnum á þingi SSA á Reyðarfirði 15. september sl. og er óhætt að segja að þær hafi vakið athygli og kveikt líflega umræðu.  Notast er við aðferðir við mat á félagslegum og efnahagslegum áhrifum samgöngubóta sem RHA hefur verið að þróa á undanförnum árum, meðal annars með tilstyrk Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar.  Aðferðin byggir m.a. á að meta vegaframkvæmdir út frá fjórum mælikvörðum:  arðsemi, umferðaröryggi, tengingu atvinnu- og búsvæða og byggðaþróun.  Óhætt er að segja að þetta verkefni sýni vel gildi þess að meta mögulegar framkvæmdir í vegakerfinu með þeim hætti sem þessar aðferðir gera ráð fyrir - það er að segja með því að draga fram samræmdar upplýsingar um allar þær framkvæmdir sem taldar eru koma til greina.  Skýrsla um niðurstöður úttektarinnar er væntanleg á allra næstu vikum. Höfundar skýslunnar eru Jón Þorvaldur Heiðarsson og Valtýr Sigurbjarnarson en verkefnisstjóri er Hjalti Jóhannesson.