Eyfirðingar í eina sæng

Í desember síðastliðnum gaf Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) út skýrslu um áhrif sameiningar alls Eyjafjarðar í eitt sveitarfélag. Það var Stýrihópur um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð sem fékk RHA til þessa verks.

Skýrslan er fyrir marga hluta sakir áhugaverð lesning og er ekki úr vegi að hvetja áhugasama til þess að kynna sér efni hennar áður en gengið verður til kosninga um sameiningu áttunda október næstkomandi.
Þess ber að geta að það rannsóknateymi sem kom að umræddri athugun lagði á það höfuðáherslu að skoða áhrif þess að sameina öll sveitarfélögin tíu við Eyjafjörð í eitt, hvort heldur sem þau geta talist jákvæð eða neikvæð frá ólíkum sjónarhornum. Athugunin snerist þ.a.l. ekki einvörðungu um að athuga kosti þess að sameina, eins og sumir eiga til að halda fram.
Hér má nálgast umrædda skýrslu. Þá er einnig hægt að fara inn á vefinn www.eyfirdingar.is sem settur var á laggirnar vegna sameiningarkosninganna.