Guðrún Rósa
Þórsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á
Akureyri og mun taka við af Jóni Inga Benediktssyni, fráfarandi forstöðumanni, á næstu dögum. Guðrún Rósa er með
doktorsgráðu frá Göteborgs Universitet og hefur starfað hjá RHA frá árinu 2006. Þar hefur hún m.a. stýrt rannsóknasviði
HA, unnið að rannsóknum og úttektum á sviði fjarnáms hérlendis og erlendis og verið framkvæmdastjóri á skrifstofu
Rannsóknarþings norðursins.