RHA hefur nú lokið við gerð skýrslu um Jarðgöng á Austurlandi, Mat á samfélagsáhrifum og arðsemi. Var skýrslan kynnt
nýrri samgöngunefnd Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) þann 24. október sl.
RHA hefur nú lokið við gerð skýrslu um Jarðgöng á Austurlandi, Mat á samfélagsáhrifum og arðsemi. Var skýrslan kynnt
nýrri samgöngunefnd Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) þann 24. október sl. Verkið var mjög viðamikið enda langflestir
jarðgangakostir á Austurlandi metnir út frá fjórum matsflokkum samkvæmt aðferðafræði sem RHA er að þróa. Flokkarnir
fjórir eru: Arðsemi, tenging atvinnu- og búsvæða, umferðaröryggi og byggðaþróun. Ekki er vitað til þess að áður
hafi jafn ítarlegur samanburður verið gerður á mörgum vegaframkvæmdum samtímis. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að eftir
útilokunaraðferð standi valið á mill eftirfarandi jarðganga sem næsta jarðgangakosts á Austurlandi (í landfræðilegri röð
frá norðri til suðurs):
Jarðgöng
|
Núvirtur heildarábati í mkr. (arðsemi %)
|
Spáð fækkun óhappa
|
Tenging atvinnu og búsvæða
|
Byggða-þróun
|
Vopnafjörður - Hérað
|
-1.696 (1,05)
|
4,4
|
++
|
+++
|
Seyðisfjörður - Norðfjarðar um Mjóafjörð
|
-2.764 (2,3)
|
9,3
|
+++
|
+++
|
Eskifjörður - Norðfjörður
|
-1.900 (1,75)
|
11,8
|
+
|
+
|
Fáskrúðsfjörður - Stöðvarfjörður
|
-653 (4,05)
|
16,4
|
+
|
+
|
Undir Berufjörð (stutt)
|
-524 (4,2)
|
4,2
|
++
|
++
|
Undir Berufjörð (löng)
|
-1.506 (2,7)
|
4,6
|
++
|
++
|
Breiðdalur – Berufjörður með þverun
|
-739 (3,8)
|
9,5
|
++
|
++
|
Undir Lónsheiði milli Lóns og Álftafjarðar
|
-753 (2,1)
|
2,1
|
0
|
+
|
Höfundar skýrslunnar eru Jón Þorvaldur Heiðarsson og Valtýr Sigurbjarnarson en verkefnisstjóri var Hjalti Jóhannesson. Skýrsluna
í heild sinni má sjá hér.