Kynning á Evrópuverkefninu „Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir“

Fimmtudaginn 9. febrúar verður haldin kynning á Evrópuverkefninu „Sports, Media and Stereotypes“ eða íþróttir fjölmiðlar og staðalímyndir á Amtsbókasafninu og hefst  kl. 17.00.

Fimmtudaginn 9. febrúar verður haldin kynning á Evrópuverkefninu „Sports, Media and Stereotypes“ eða íþróttir fjölmiðlar og staðalímyndir á Amtsbókasafninu og hefst  kl. 17.00.

Verkefnið samanstendur af rannsókn sem gerð var í fimm Evrópulöndum á staðalímyndum og endurspeglun kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru notaðar til að hanna fræðsluefni fyrir íþróttafréttamenn, íþróttakennara og þjálfara, sem gefið er út á margmiðlunarformi. Markmið fræðsluefnisins er að hvetja til breytinga á birtingamyndum kynjanna í íþróttum og íþróttafréttum með því að auka meðvitund um áhrif einsleitrar endurspeglunnar af íþróttakonum og körlum. Á kynningunni munu aðilar frá Jafnréttisstofu, Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og Ásprent Stíl segja frá sinni aðkomu að verkefninu.

Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar má finna á www.jafnretti.is