Málþing um afkomu fólks á einangruðum vinnumörkuðum Norðurlandanna

Dagana 4. og 5. maí verður haldið málþing í Stokkhólmi þar sem fjallað verður um samanburðarrannsókn sem farið hefur fram á Norðurlöndunum um afkomu fólks á einangruðum vinnumörkuðum.

 

 

Dagana 4. og 5. maí verður haldið málþing í Stokkhólmi þar sem fjallað verður um samanburðarrannsókn sem farið hefur fram á Norðurlöndunum um afkomu fólks á einangruðum vinnumörkuðum.

Um er að ræða sex svæði, þar af eyjarnar Gotland, Borgundarhólm og Álandseyjar, hin svæðin eru Ulstein, Noregi, Kainuu, Finnlandi og Eyjafjörður. Dagskrá málþingsins má finna hér og á heimasíðu Nordregio.