Matvælasetur Háskólans á Akureyri hefur hlotið styrk til fræðsluefnisgerðar

Menningarráð Eyþings úthlutaði í vor verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.  Matvælasetrið hlaut styrk til  að gera fiskiveggspjald og einblöðung  sem miðlar fróðleik um hollustuna úr hafinu  og þann fjölbreytileika sem matarkistan  hafið býður uppá.Menningarráð Eyþings úthlutaði í vor verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.  Matvælasetrið hlaut styrk til  að gera fiskiveggspjald og einblöðung  sem miðlar fróðleik um hollustuna úr hafinu  og þann fjölbreytileika sem matarkistan  hafið býður uppá. Markmiðið er að  efla jákvæða ímynd á fiski og fiskveiðum og halda í tengingar við sjávarútveginn. Fiskispjaldið og einblöðungurinn afhendist í tengslum við vettvangsferðir nemenda, ferðir  sem nefnast Frá öngli í Maga. Það er félagið Hollvinir Húna II sem hafa boðið nemendum úr 6. bekk í grunnskólum við Eyjafjörð upp á þessar ferðir sl. 2. ár í samstarfi við  Háskólann á Akureyri, Hafrannsóknarstofnunina og grunnskóladeild Akureyrarbæjar.