Ný rannsóknaskýrsla um verkefnið Peripheral localities and innovation policies (PLIP)

Út er komin rannsóknaskýrslan „Peripheral localities and innovation policies: Learning from good practices between the Nordic countries“ á vegum Nordic Innovation Centre. Þrír starfsmenn RHA, Elín Aradóttir (nú starfsmaður Impru), Guðmundur Ævar Oddsson og Hjalti Jóhannesson tóku þátt í þessu rannsóknarverkefni.

PLIP verkefnið fjallar um hvernig svæðisbundin atvinnuþróun styður við nýsköpunarvirkni á landsbyggðarsvæðum. Megin þættir verkefnisins voru samanburður á nýsköpunarstefnu Norðurlandanna frá sjónarhóli lítilla bæja og dreifbýlla svæða. Dæmi um vel heppnuð verkefni á sviði nýsköpunar í hverju landi voru skoðuð og á hvern hátt mætti yfirfæra þau í nýtt samhengi í öðrum löndum sem rannsóknin tók til. Við mat á möguleikum til að yfirfæra verkefnin í nýtt samhengi voru haldnir vinnufundir í hverju landi þar sem fram fór kynning á völdum, erlendum, verkefnum á sviði nýsköpunar. Það svæði sem rannsóknin tók til hér á landi var Norðurland vestra. Vesturfarasetrið á Hofsósi var tekið sem dæmi um vel heppnað verkefni á sviði nýsköpunar í vöruþróun og frumkvöðlastarfsemi. Skýrslan