Ný stjórn RHA

Á dögunum skipaði háskólaráð Háskólans á Akureyri nýja stjórn Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA). Svanfríður Jónasdóttir fv. alþingismaður er nýr formaður stjórnar.
Stjórnin er þannig skipuð að hver deild háskólans tilnefnir einn stjórnarmann  og háskólaráð skipar tvo án  tilnefningar. Eftirtaldir einstaklingar voru tilnefndir í stjórn af deildum: Axel Björnsson, prófessor, kennaradeild, Hjörleifur Einarsson, prófessor, auðlindadeild, Ingibjörg Elíasdóttir, aðjúnkt, viðskiptadeild, Nicola Whitehead, lector, upplýsingatæknideild, Sigfríður Inga Karlsdóttir, lektor, heilbrigðisdeild og Þóroddur Bjarnason, prófessor, félagsvísinda- og lagadeild. Jón Kr. Sólnes hrl. og Svanfríður Jónasdóttir fv. alþingismaður, voru skipuð án tilnefninga.