Næsta ráðstefna Nordic-Scottish University Network (NSUN) um byggðaþróun

Skv. frétt sem barst frá skipuleggjendum 23. júní 2006 hefur ráðstefnunni verið frestað til ársloka. Nánari upplýsingar verða gefnar um leið og þær berast. Við hvetjum áhugasama einnig til að fylgjast með á heimasíðu ráðstefnunnar.

Dönsk byggðarannsóknastofnun (Danish Centre for Rural Research and Development - CFUL) mun halda næstu árlegu ráðstefnu Nordic-Scottish University Network (NSUN)um byggðaþróun. Eins og marga rekur minni til, var síðasta ráðstefna var haldin af hálfu RHA á Akureyri haustið 2005. Ráðstefnan 2006 verður haldin í Rødding Højskole á Jótlandi dagana 22.-24. september.

Dönsk byggðarannsóknastofnun (Danish Centre for Rural Research and Development - CFUL) mun halda næstu árlegu ráðstefnu Nordic-Scottish University Network (NSUN)um byggðaþróun. Eins og marga rekur minni til, var síðasta ráðstefna var haldin af hálfu RHA á Akureyri haustið 2005. Ráðstefnan 2006 verður haldin í Rødding Højskole á Jótlandi dagana 22.-24. september.

 

Megin þemu ráðstefnunnar verða:

A. Menntun og byggðaþróun.
B. Nýjar leiðir við að stofna og reka fyrirtæki á landsbyggðarsvæðum.
 
Þeir sem hafa áhuga á að halda erindi á ráðstefnunni skulu skila útdrætti að hámarki 1 bls. (2800 stafir) til Hanne W. Tanvig info@cful.sdu.dk  eða í síma +45 6550 4132. Frestur til að skila inn útdrætti er 15. maí. Frestur til að skila inn ráðstefnuerindum er 1. september.

Sjá nánar um dagskrá ráðstefnunnar hér og á heimasíðu hennar.

 

 „Call for papers“