Netávani - tveggja ára rannsóknarverkefni lokið.

 Netávani (Internet Addictive Behaviour, IAB) er skilgreindur sem hegðunarmynstur sem einkennist af ákveðnu stjórnleysi í internet notkun. Þess konar hegðun getur leitt til einangrunar og dregið úr félags- og námslegri virkni, áhuga á tómstundum og haft áhrif á heilsu.
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) tók þátt í tveggja ára rannsóknarverkefni sem unnið var í samstarfi fræðimanna í sex löndum með stuðningi frá internetöryggisáætlun ESB.  Verkefnið hafði vinnuheitið EU NET ADB (sjá  vefsiðu) og var markmið þess að meta algengi og áþrifaþætti netávana.  
Rannsóknin tók til meira en 13.000 ungmenna á aldrinum 15-16 ára í Evrópu og  þar af voru rúmlega 2.000 á Íslandi. Meðal þess sem var til skoðunar í rannsókninni voru internetnotkun, bakgrunnsþættir (námsárangur, reglur foreldra), matskvarði fyrir netávana (Internet Addiction Test –IAT) , leikjanotkun(AICA-S), fjárhættuspil (SOG-RA) og persónulegir eiginleikar (Youth Self Report).  Að auki voru tekin viðtöl við þátttakendur sem sýndu merki um netávana til að skoða nánar þau ferli sem þar liggja að baki.   
 
Á unglingsaldrinum eru unglingar að öðlast sjálfstæði og sækjast eftir því. Þau hafa aukinn aðgang að fartölvu, farsímum og öðrum stafrænum búnaði sem auðveldar þeim aðgang að internetinu. Ungt fólk er forvitið og sækir í nýja reynslu. Internetnotendur sem alltaf eru tengdir eru í aukinni hættu á að þróa með sér mögulega óheilbrigða netnotkun. Viðtöl sem tekin voru við ungmenni sem sýndu merki um netávana leiddu í ljós að unglingar þróa ýmsar aðferðir til að fylgja eftir persónulegri notkun sinni og til að fást við mögulega ofnotkun. 
Sumir nota aðferðir sem byggja á aðlögun (þar sem er reynt að halda jafnvægi milli tíma sem notaður er á netinu og til annarra hluta) m.a sjálfstætt eftirlit, forgangsröðum og að kanna valkosti sem eru ótengdir internetinu. Aðrir nota aðferðir sem efla ekki aðlögun (þar sem reynt er að viðhalda eða auka skuldbindingar á internetinu ) t.d. með því að hunsa tilmæli foreldra og réttlæta internetnotkun. 
Þær aðferðir sem ungmennin nota hafa ekki bara áhrif á netnotkun heldur einnig á lífið almennt. Þau ungmenni sem eru „föst á netinu“ sýna oft sterka löngun til athafna sem tengjast internetinu en einnig athafna sem tengjast því ekki, en vegna slakrar félagsfærni upplifir viðkomandi vonbrigði, er jafnvel lagður í einelti eða er hunsaður og er því „fastur“ í viðjum internetsins. Aðra skortir löngun í athafnir utan internetsins en hafa takmarkaða félagsfærni og nota netið til að forðast leiða. Margir ráða við að hafa „alla bolta á lofti“, þessir einstaklingar geta haft löngun til athafna sem tengjast internetinu en einnig athafna sem tengjast því ekki og hafa góða félagsfærni. Afþreying á internetinu getur þannig haft sterk tengsl við afþreyingu í raunveruleikanum. Þannig er líklegt að unglingur sem á marga vini noti samskiptasíður mikið svo dæmi sé tekið. 

Útdrátt á íslensku um helstu niðurstöður má finna hér 
Ítarlega skýrslu um viðtöl við ungmenni með merki um netávana  má finna hér