Ný verkefni RHA á sviði samfélagsáhrifa

RHA er um þessar mundir að vinna nokkur verkefni á sviði samfélagsáhrifa framkvæmda. Þar má í fyrsta lagi nefna yfirlit yfir helstu samfélagsbreytingar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu frá því að vinna við Búrfellsvirkjun hófst árið 1965. Er þetta verkefni unnið sem liður í gagnasöfnun og undirbúningi fyrir svokallaða HSAP úttekt á virkjununum (Hydropower sustainability assessment protocol) sem Landsvirkjun mun láta framkvæma.

Í öðru lagi er verið að uppfæra mat á samfélagsáhrifum vegar um Dynjandisheiði fyrir Vegagerðina í tengslum við umhverfismat vegarins en RHA vann fyrra mat árið 2010.

Í þriðja lagi er um að ræða mat á samfélagsáhrifum vindmyllulundar í tengslum við umhverfismat og er það fyrsta verkefni RHA á þessu sviði. Fjórða verkefnið er unnið fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið en það er samfélagslýsing vegna áforma um stórskipahöfn í Finnafirði. Þá má nefna að RHA er ásamt Rannsóknamiðstöð ferðamála að meta áhrif Suðurnesjalínu 2 á ferðaþjónustu og útivist í tengslum við umhverfismat línunnar.