Prófessorsstaða Nansen í norðurslóðafræðum við HA

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu viljayfirlýsingu í september 2011 um rannsóknasamstarf á sviði norðurslóðafræða. Þar er kveðið á um gestaprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri sem kennd væri við norska heimskautafræðinginn Fridtjof Nansen.

Laus er til umsóknar staða gestaprófessors í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan er veitt til eins árs í senn framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2012 og gert er ráð fyrir að ráðningartímabil hefjist 1. október 2012 eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Doktorsgráða eða sambærilegt nám ásamt traustum fræðilegum bakgrunni á sviði lagalegra málefna og sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum.
  • Reynsla af þverfaglegu starfi er lýtur að flóknu samspili mannlegs samfélags og umhverfis.
  • Reynsla af rannsóknastarfi varðandi málefni norðurslóða.
  • Þátttaka í alþjóðlegum rannsóknateymum og skjalfest færni til að afla rannsóknastyrkja.
  • Samskiptahæfni og félagsleg færni.

Starfið felst einkum í: 

  • þátttöku í rannsóknum, kennslu og þróun námsleiða við Háskólann á Akureyri
  • nánu samstarfi við fræðimenn um eflingu kennslu og rannsókna á sviði norðurslóðafræða við Háskólann á akureyri og í tengslum við University of the Arctic
  • að halda opna fyrirlestra um málefni norðurslóða, jafnt í nærsamfélaginu, víðar á Íslandi og erlendis, og taka virkan þátt í almennri umræðu um breytingar á norðurslóðafræðum.

Launakjör verða í samræmi við núgildandi kjör prófessora við íslenska ríkisháskóla. Frekari upplýsingar um stöðuna og umsóknarferlið má finna á http://www.starfatorg.is/ og á vef Háskólans á Akureyrihér.

Tenglar í auglýsingar á íslensku og ensku: