Ráðstefna um stöðu og framtíð líftækni á Íslandi 16. nóvember

Ráðstefna um stöðu og framtíð líftækni á Íslandi á vegum Viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri verður haldin föstudaginn 16. nóvember nk. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Háskólans á Borgum v/Norðurslóð. 
 
Markmið fundarins er að fá fram upplýsingar um stöðu líftækni á Íslandi með því að kynna starfsemi fyrirtækja og háskóla á þessu sviði og fá fram upplýsingar um störf, stefnu og þörf fyrir þekkingu og starfsfólk á næstu árum. HA mun kynna kennslu og rannsóknir sínar og vonast til að fá umræður og viðbrögð („feedback”) frá þátttakendum varðandi áherslur og stefnu sem HA ætti að hafa á leiðarljósi næstu árin varðandi frekari uppbyggingu á kennslu og rannsóknum á sviði líftækni.

 

Ráðstefnan opin öllum sem áhuga hafa. Skráning á fundinn fer fram hjá Láru Guðmundsdóttur á netfangið laragudmunds@unak.is. Athugið að lokadagur skráningar er mánudaginn 12. nóvember n.k. og að ókeypis aðgangur er á ráðstefnuna. Dagskrá ráðstefnu má finna hér.