RANNSÓKNASJÓÐUR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM

Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri auglýsir hér með eftir umsóknum.
Umsóknareyðublað og reglur sjóðsins er að finna á heimasíðu RHA hér.

 

Umsækjendur athugi að hafi þeir sótt um styrk í sjóðinn áður og fengið úthlutað þá þarf framvindu- eða lokaskýrsla að liggja fyrir hjá sjóðstjórn áður en hægt er að afgreiða nýja umsókn.

 

Umsóknir þurfa að berast til RHA – Rannsóknasvið, Borgum v/Norðurslóð fyrir kl. 12 mánudaginn 3. des. n.k. Séu umsóknargögn póstlögð þarf póststimpillinn að vera eigi síðar en 3. des.

 

Stjórn sjóðsins vill vekja athygli á því að síðustu ár hefur borið á því að umsóknir hafa ekki verið nægilega vel unnar og því skal athygli vakin á því að Rannsóknaþjónusta RHA veitir aðstoð við gerð umsókna samkvæmt samningi við yfirstjórn Háskólans og er því umsækjendum bent á að hægt er að leita aðstoðar hjá Rannsóknaþjónustunni.


F.h. Rannsóknasjóðs HA
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir
gudrunth@unak.is