Valmynd Leit

Rannsókn á Norđurlandi á vegum faghóps 3 í rammaáćtlun

RHA er um ţessar mundir ađ vinna ađ rannsókn fyrir faghóp 3 í rammaáćtlun ţ.e. áćtlun um vernd og orkunýtingu landsvćđa. Faghópi 3 er áćtlađ ađ rađa landsvćđum í nýtingu eđa verndun eftir líklegum samfélagslegum áhrifum ţeirra.

Markmiđ rannsóknarinnar sem nú fer fram er ađ kanna samfélagsleg áhrif nokkurra virkjana sem reistar hafa veriđ á Norđurlandi, eđa áform hafa veriđ um ađ reisa í sveitarfélögum á svćđinu. Svćđi rannsóknarinnar eru Suđur-Ţingeyjarsýsla og Austur-Húnavatnssýsla. Áhersla er á reynslu og viđhorf heimamanna, bćđi almennings og fólks međ sérţekkingu vegna starfa á svćđinu, m.a. í sveitarstjórnum, ákveđnum atvinnugreinum og ađ umhverfismálum. Markmiđiđ er ađ niđurstöđurnar nýtist í ţróun ađferđa viđ mat á samfélagsáhrifum í Áćtlun um vernd og orkunýtingu landsvćđa.

Megin tilgangur rannsóknarinnar er ađ: 

  1. Afla upplýsinga um samfélagsáhrif virkjana, allt frá hugmynd til reksturs, út frá langri reynslu íbúa í tilteknum sveitarfélögum á Norđurlandi.  

  1. Afla gagna um og meta stöđu samfélaga á Norđurlandi fyrir og eftir virkjunarframkvćmdir, og áhrif raforkuframleiđslu og annarrar atvinnuuppbyggingar í landshlutanum undanfarna áratugi á samfélagsţróun svćđisins.  

  1. Nýta niđurstöđur rannsóknarinnar til ađ ađlaga alţjóđlegar leiđbeiningar um mat á samfélagsáhrifum framkvćmda ađ íslensku samhengi, og nýta ţćr viđ ţróun ađferđafrćđi  viđ mat á samfélaglegum áhrifum virkjunarkosta í 4. áfanga rammaáćtlunar. 

Hjalti Jóhannesson, sérfrćđingur hjá RHA er verkefnisstjóri í ţessari rannsókn. Hann á sćti í faghópi 3 í 4. áfanga rammaáćtlunar ásamt Jóni Ásgeiri Kalmanssyni hjá HÍ sem er formađur, Magnfríđi Júlíusdóttur hjá HÍ og Sjöfn Vilhelmsdóttur hjá HÍ.RHA Rannsóknamiđstöđ Háskólans á Akureyri

Borgir v/Norđurslóđ
        Kt. 410692-2529            
600 Akureyri, Iceland              rha@unak.is             
Facebook RHA á facebook
Sími: +354 460 8900
      Fax: +354 460 8918

Skráđu ţig á póstlistann