Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi: Könnun meðal almennings haustið 2008

Í júní var gengið frá skýrslu um könnun sem fór fram meðal fólks á aldrinum 22-67 ára. Úrtak var 4.008 manns af áhrifasvæði á Austurlandi og í Eyjafirði. Eins og í fyrri könnunum í verkefninu má sjá að áhrif framkvæmdanna eru langmest á miðsvæði Austurlands. Þetta varðar t.d. áhrif á fjárhagslega afkomu og þátttöku í framkvæmdunum. Norðursvæði áhrifasvæðisins og jafnvel Eyjafjarðarsvæðið virðast tengjast framkvæmdunum meira en suðursvæðið. Ýmislegt bendir til að álag á samfélagið og þjónustu sem kom fram í könnun árið 2007 sé að jafnast út. Hvað varðar viðhorf til atriða er varða ýmis búsetuskilyrði er heldur minni munur milli svæða en í könnun 2007.

Sjá nánar um niðurstöður í skýrslunni hér.