RHA- Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri auglýsir eftir sérfræðingi

RHA Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri er öflug rannsóknamiðstöð sem fæst við rannsóknir af ýmsu tagi m.a. á samfélagsmálum í víðum skilningi, byggðamálum, sveitarstjórnarmálum, atvinnumálum, samgöngumálum, stjórnsýslu, nýsköpunarmálum, mati á umhverfisáhrifum auk framkvæmdar kannana og þjónusturannsókna af ýmsu tagi. Vegna aukinna verkefna er auglýst eftir sérfræðingi til rannsókna- og ráðgjafastarfa í fullt starf.
Sérfræðingur við rannsóknir og ráðgjafarstörf

RHA Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri er öflug rannsóknamiðstöð sem fæst við rannsóknir af ýmsu tagi m.a. á samfélagsmálum í víðum skilningi, byggðamálum, sveitarstjórnarmálum, atvinnumálum, samgöngumálum, stjórnsýslu, nýsköpunarmálum, mati á umhverfisáhrifum auk framkvæmdar kannana og þjónusturannsókna af ýmsu tagi. Vegna aukinna verkefna er auglýst eftir sérfræðingi til rannsókna- og ráðgjafastarfa í fullt starf.

Menntunar- og hæfniskröfur:
•    Meistara- eða doktorspróf sem nýtist í starfi.
•    Góð  þekking á aðferðafræði og tölfræðilegum greiningum. Æskileg er reynsla af notkun SPSS tölfræðiforritinu
•    Reynsla af þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum
•    Gott vald á íslensku, ensku og einu norðurlandamáli.
•    Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
•    Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt

Launakjör eru skv. kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

RHA áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir (gudrunth@unak.is) forstöðumaður eða Hjalti Jóhannesson (hjalti@unak.is) aðstoðar forstöðumaður í síma 460 8900. Einnig má kynna sér RHA á www.rha.is.

Umsóknarfrestur er til og með 13. maí n.k. og skulu umsóknir ásamt staðfestum prófvottorðum og ferilskrá sendar til:
RHA- Rannsókna- og þróunarmiðstöð
Háskólans á Akureyri
Borgum v/Norðurslóð
600 Akureyri.