Breytingar hafa orðið á starfsemi Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) samfara skipulagsbreytingum hjá Háskólanum á Akureyri. Breytingar þessar hjá RHA tóku gildi 1. ágúst síðastliðinn. Samfara þessum breytingum hefur nafn stofnunarinnar breyst og heitir hún nú RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.
Í hnotskurn að þá mun RHA framvegis sjá um þá þætti sem Rannsóknavið Háskólans á Akureyri og RHA hafa hingað til haft á höndum sér. Þetta eru þættir er lúta að stjórnsýslu, umsjón, þjónustu og ráðgjöf við rannsóknir í HA.
Hlutverk RHA er að efla rannsóknastarfsemi við Háskólann á Akureyri sem og styrkja tengsl háskólans við atvinnulífið. Einnig hefur miðstöðin það hlutverk að vinna að þróun nýrra verkefna innan HA og koma þeim í réttan farveg.
Markmiðið með stofnun Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar HA er í meginatriðum fjórþætt:
Það er von og trú forsvarsmanna Háskólans á Akureyri og framkvæmdastjóra RHA að umræddar breytingar verði til þess að
efla enn frekar rannsóknir við HA og renni þannig stoðum undir framtíðarsókn háskólans.