Safnrit er geymir níu greinar er varða atvinnu- og byggðaþróun er komið út á vegum RHA - Rannsókna- og
þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri Ritið geymir greinar eftir höfunda frá sjö þjóðlöndum. Meðal
umfjöllunarefna eru matartengd ferðaþjónusta í Skotlandi, hlutverk héraðsfréttablaða á Íslandi, samvinna þróunarstofnana
og háskóla í Norður-Svíþjóð og orkuframleiðsluverkefni í sveitum Írlands, svo eitthvað sé nefnt.
Safnrit er geymir níu greinar er varða atvinnu- og byggðaþróun er komið út á vegum RHA - Rannsókna- og
þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri Ritið geymir greinar eftir höfunda frá sjö þjóðlöndum. Meðal
umfjöllunarefna eru matartengd ferðaþjónusta í Skotlandi, hlutverk héraðsfréttablaða á Íslandi, samvinna þróunarstofnana
og háskóla í Norður-Svíþjóð og orkuframleiðsluverkefni í sveitum Írlands, svo eitthvað sé nefnt.
Hér er um að ræða ráðstefnurit sem gefið er út í kjölfar fjölþjóðlegrar ráðstefnu um byggða- og
svæðaþróunarmál sem RHA gekkst fyrir á Akureyri dagana 22.-25. september 2005. Ráðstefna þessi var haldin í samvinnu við
félagsskap er nefnist the Nordic-Scottish university network for rural and regional development (NSN), en Háskólinn á Akureyri (HA) á aðild að þeim
félagsskap. Kom það í hlut RHA að skipuleggja árlegu ráðstefnu félagsskaparins á árinu 2005.
Venja hefur verið að ráðstefnum NSN sé fylgt eftir með útgáfu ráðstefnurits. Fyrirlesurum á ráðstefnunni á Akureyri
í fyrra var því boðið að senda inn greinar í slíka útgáfu. Níu greinar voru síðan valdar til birtingar. Ritið er
á ensku og er ritstjóri þess Elín Aradóttir, sérfræðingur hjá RHA.
Markmiðið með útgáfu ritsins er að koma gagnlegum upplýsingum á framfæri við aðila er standa að rannsóknum, menntun,
stefnumótun og öðrum þróunaraðgerðum er varða byggðamál. Ritinu er einnig ætlað að efla rannsóknir og umræðu
á Íslandi um byggða- og svæðaþróunarmál.
HA hefur í vaxandi mæli lagt áherslu á byggðamál og svæðaþróunarfræði út frá sjónarhóli
norðlægra byggða. Þessi áhersla kemur fram á ýmsan hátt í starfi skólans og undirstofnana hans. Má þar nefna áherslur
Félagsvísinda- og lagadeildar á sviði samfélags- og hagþróunarfræða, megináherslur í starfi RHA, áherslur
Alþjóðasviðs HA á sviði norðurslóðasamstarfs og svona mætti lengi telja.
Ritið er til sölu hjá RHA og kostar eintakið 1.500 kr. Efnisyfirlit ritsins má
nálgast á heimasíðu RHA, undir tenglinum Rannsóknir og þar undir útgefið efni. Nánari upplýsingar eru veittar í síma
4608900 eða með því að senda tölvupóst á gh@unak.is.