Verkefni um afkomu fólks á vinnumörkuðum sem einkennast af landfræðilegum hindrunum

Nýlokið er samnorrænu verkefni um afkomu fólks á vinnumörkuðum sem einkennast af landfræðilegum hindrunum (How to Make a Living in Insular Areas - Six Nordic Cases). Þau svæði sem tekin voru fyrir í rannsókninni voru Álandseyjar, Borgundarhólmur, Eyjafjörður, Gotland í Svíþjóð, Kainuu-hérað í Finnlandi og Ullstein-hérað í Noregi.

Nýlokið er samnorrænu verkefni um afkomu fólks á vinnumörkuðum sem einkennast af landfræðilegum hindrunum (How to Make a Living in Insular Areas - Six Nordic Cases). Þau svæði sem tekin voru fyrir í rannsókninni voru Álandseyjar, Borgundarhólmur, Eyjafjörður, Gotland í Svíþjóð, Kainuu-hérað í Finnlandi og Ullstein-hérað í Noregi.

 

Verkefnið var unnið undir stjórn Nordregio, norrænu rannsóknastofnunarinnar í byggða- og skipulagsfræðum í Stokkhólmi. Í verkefninu voru m.a. tekin viðtöl við fólk á hverju svæði fyrir sig og spurt um þætti er varða atvinnulífssögu þess auk þess sem byggt var á opinberum gögnum og viðtölum við sérfræðinga. Einnig var í þessari rannsókn athuguð frumkvöðlavirkni á svæðunum sex.

 

Verkefnið var að verulegu leyti fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni og einnig frá aðilum í hverju landi fyrir sig. Íslenski hlutinn, sem var í höndum Hjalta Jóhannessonar, sérfræðings hjá RHA, var unninn að hluta til fyrir styrk úr Háskólasjóði KEA.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á málþingi sem haldið var 4. og 5. maí hjá Nordregio í Stokkhólmi.

 

Sjá nánar um þessa rannsókn hér og á heimasíðu Nordregio.