Flýtilyklar
NPA
Northern Periphery and Arctic (NPA) er Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. Meginmarkmið hennar er að stuðla að bættu atvinnu- og efnahagslífi og að eflingu búsetuþátta með fjölþjóðlegu samstarfi. Áherslur eru á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, endurnýjanlega orkagjafa og orkusparnað, verndun náttúru og menningar og hagkvæma nýtingu auðlinda á norðurslóðum. Þátttakendur geta verið fyrirtæki, sveitarfélög, ríkistofnanir, atvinnuþróunarfélög, mennta- og rannsóknarstofnanir og frjáls félagasamtök. Áætlunin hét áður Northern Periphery programme (NPP) og má fræðast nánar um hana á vef Byggðastofnunar.
Háskólinn á Akureyri, stofnanir innan skólans og samstarfsstofnanir hafa verið þátttakendur í NPP verkefnum sem hafa verið fjármögnuð með 50% framlagi frá NPP.
North Hunt, Sustainable Hunting Tourism
Samstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada. Íslenskir þátttakendur voru RHA, Rannsóknamiðstöð ferðaþjónustunnar (RMF) og Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar. Verkefninu lauk 2010.
Co-Safe, The cooperation for safety in sparsely populated aresa
Samstarfsverkefni milli Íslands, Finnlands, Grænlands, Svíþjóðar og Skotlands. Íslenskir þátttakendur voru FSA Háskólasjúkrahús, Akureyri og Sjúkraflutningaskólinn í samstarfi við fjölmarga innlenda aðila, þar á meðal Háskólann á Akureyri.
Ambulance Transport & Services in Rural Areas - Atsruar
Samstarfsverkefni milli Íslands, Svíþjóðar og Skotlands. Íslenskir þátttakendur voru FSA Háskólasjúkrahús í samstarfi við fjölmarga Sjúkraflutningaskólann, Slökkviliðið á Akureyri, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Háskólann á Akureyri og Vegagerðina.
Community Learning Networks (CLN-NPA II)
Samstarfsverkefni milli Íslands, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og Skotlands. Íslenskir þátttakendur voru Háskólinn á Akureyri ásamt símenntunarmiðstöðvum á landsbyggðinni.