20. Nordmedia ráðstefnan haldin við HA

Dagana 11. til 13. ágúst var haldin 20. Nordmedia ráðstefnan í Háskólanum á Akureyri. Á ráðstefnunni hittust á þriðja hundrað fjölmiðlafræðingar frá háskólum á Norðurlöndunum. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var: Media and Communiation studies - Doing the right thing?

Þetta var í fjórða skipti sem ráðstefnan frór fram á Íslandi en í hin þrjú skiptin hafði hún farið fram í Reykjavík. RHA og Aktravel sáu sameiginlega um utanumhald vegna ráðstefnunnar.